Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum leikmenn Newcastle sameinast á ný - Hefur ekki spilað í tvö ár
Mynd: EPA
Senegalinn Papiss Cisse, fyrrum framherji Newcastle, hefur tekið skóna af hillunni og samið við Al Qabila frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Cisse er þekktastur fyrir tímann sinn hjá Newcastle en hann lék með enska liðinu frá 2012-2016 og skoraði 44 mörk í 131 leikjum. Hann lék síðast með Amiens í næst efstu deild í Frakklandi en samningi hans var rift sumarið 2023.

Al Qabila er glænýtt félag en liðið spilaði sinn fyrsta leik í september í fyrra. Það leikur í fjórðu efstu deild í SAF.

Steven Taylor var ráðinn þjálfari liðsins í apríl í fyrra en hann þekkir Cisse vel. Taylor er enskur fyrrum varnarmaður og er uppalinn hjá Newcastle. Hann yfirgaf Newcastle sama ár og Cisse.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner