Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. apríl 2019 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Knattspyrnumenn á Englandi sniðganga samfélagsmiðla
Mynd: Getty Images
Ensku leikmannasamtökin munu sniðganga samfélagsmiðla á morgun, föstudag, í baráttu sinni gegn kynþáttafordómum.

Leikmannasamtökin hvetja alla knattspyrnumenn til að taka þátt í mótmælunum. Þetta var tilkynnt fyrr í kvöld, tveimur dögum eftir að Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter.

Chris Smalling, Danny Rose, Troy Deeney og Danielle Carter hafa öll tjáð sig opinberlega til stuðnings mótmælanna sem og Simone Pound, yfirmaður jafnréttismála hjá ensku leikmannasamtökunum.

Samtökin hvetja leikmenn til að birta myndir með myllumerkinu #Enough til að vekja athygli á mótmælunum, sem hefjast klukkan 9 í fyrramálið, 8 á íslenskum tíma. Þeim lýkur 24 klukkustudum síðar, á laugardagsmorgni.
Athugasemdir
banner
banner
banner