Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 18. apríl 2023 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Ronaldo tók andstæðing í harkalegan höfuðlás
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo lék allan leikinn er Al-Nassr tapaði fyrir Al-Hilal í toppbaráttu sádí-arabísku deildarinnar í kvöld.


Ronaldo tókst ekki að skora í 2-0 tapi og getur í raun talið sig heppinn að hafa ekki fengið að líta rauða spjaldið fyrir að taka andstæðing sinn í harkalegan höfuðlás.

Ronaldo ætlaði að hlaupa til boltans en varð fyrir hindrun á leið sinni í formi andstæðings. Portúgalska ofurstjarnan brást við hindruninni með að taka andstæðinginn í höfuðlás og skella honum niður í jörðina.

Ronaldo uppskar gult spjald fyrir glímutaktana en til gamans má geta að Odion Ighalo, fyrrum leikmaður Manchester United og Watford, skoraði bæði mörk leiksins af vítapunktinum.

Al-Hilal 2 - 0 Al-Nassr
1-0 Odion Ighalo ('42, víti)
2-0 Odion Ighalo ('62, víti)

Cristiano Ronaldo headlock vs Al Hilal player
by u/notknown286337 in soccer

Athugasemdir
banner
banner
banner