Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fös 18. apríl 2025 16:07
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Guðlaugur Victor og Stefán Teitur í tapliðum
Mynd: Norrköping
Mynd: Preston
Mynd: EPA
Tíu fyrstu leikjum dagsins er lokið í ensku Championship deildinni þar sem er gríðarleg spenna á lokametrum tímabilsins.

Tveir Íslendingar voru í byrjunarliðum í dag, þar sem Guðlaugur Victor Pálsson var í tapliði Plymouth gegn Middlesbrough á meðan Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston töpuðu á móti QPR.

Plymouth er í botnsæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu, þremur stigum frá öruggu sæti. Middlesbrough er aftur á móti aðeins þremur stigum frá umspilssæti eftir þennan sigur.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn í hjarta varnarinnar á meðan Stefán Teitur spilaði fyrstu 85 mínúturnar í liði Preston, sem leiddi stærsta hluta leiksins en missti forystuna niður á lokakaflanum.

Staðan var jöfn 1-1 þegar Stefáni var skipt af velli en QPR tókst að gera sigurmark í uppbótartíma. Preston er sex stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir þetta tap.

Toppbaráttan er farin að taka skýrari mynd á sig eftir þrjá óvænta tapleiki í röð hjá Sheffield United, sem á leik til góða gegn Cardiff City síðar í dag.

Burnley vermir toppsætið eftir sigur gegn Watford þar sem Hannibal Mejbri lagði upp sigurmarkið fyrir fyrirliðann Josh Brownhill.

Leeds United er með leik til góða í öðru sæti og getur endurheimt toppsætið með sigri á útivelli gegn Oxford United.

Sunderland tapaði gegn Bristol City í dag. Sunderland siglir lygnan sjó í fjórða sætinu og þarf að sigra umspilið til að komast upp í úrvalsdeildina. Bristol er einnig í umspilssæti, fjórum stigum fyrir ofan Middlesbrough, ásamt Coventry sem er með einu stigi minna eftir sigur gegn West Brom í dag. Frank Lampard hefur fengið mikið lof fyrir að gera góða hluti með Coventry.

Blackburn 4 - 1 Millwall
1-0 Dominic Hyam ('42 )
1-1 Mihailo Ivanovic ('44 )
2-1 Sondre Tronstad ('45 )
3-1 Callum Brittain ('50 )
4-1 Sondre Tronstad ('60 )

Bristol City 2 - 1 Sunderland
0-1 Eliezer Mayenda ('31 )
1-1 Rob Dickie ('55 )
2-1 Ross Mccrorie ('76 )
Rautt spjald: Trai Hume, Sunderland ('7)

Coventry 2 - 0 West Brom
1-0 Jack Rudoni ('6 )
2-0 Matt Grimes ('48 )
Rautt spjald: Callum Styles, West Brom ('50)

Derby County 0 - 1 Luton
0-1 Millenic Alli ('10 )

Middlesbrough 2 - 1 Plymouth
1-0 Finn Azaz ('12 )
1-1 Mustapha Bundu ('17 )
2-1 Tommy Conway ('90 , víti)
Rautt spjald: Joe Edwards, Plymouth ('90)

Norwich 3 - 5 Portsmouth
0-1 Colby Bishop ('15 )
1-1 Josh Sargent ('21 )
1-2 Matt Ritchie ('39 )
1-3 Colby Bishop ('45 , víti)
1-4 Colby Bishop ('52 )
2-4 Jack Stacey ('64 )
2-5 Regan Poole ('71 )
3-5 Emiliano Marcondes ('90 )

Preston NE 1 - 2 QPR
1-0 Liam Lindsay ('45 )
1-1 Michael Frey ('80 )
1-2 Lucas Andersen ('90 )

Stoke City 2 - 0 Sheffield Wed
1-0 Million Manhoef ('21 )
2-0 Ben Wilmot ('61 )

Swansea 1 - 0 Hull City
1-0 Zan Vipotnik ('51 , víti)
Rautt spjald: Matt Crooks, Hull City ('90)

Watford 1 - 2 Burnley
1-0 Mamadou Doumbia ('8 )
1-1 Zian Flemming ('43 )
1-2 Josh Brownhill ('58 )
Rautt spjald: Moussa Sissoko, Watford ('60)
Rautt spjald: Edo Kayembe, Watford ('69)
Athugasemdir