
Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals í Pepsi-deild kvenna var svekkt með 3-3 jafntefli liðsins gegn ÍBV í dag.
,,Ég er mjög svekkt og liðið er svekkt og þetta er ekki byrjunin sem við ætluðum okkur," sagði Helena.
,,Það er erfitt að útskýra það. 3-1 staða á að vera nóg til þess að vinna leik, en þær eru alltaf stórhættulegar þegar þær komu hratt á okkur og við kláruðum þetta ekki."
,,Þær fá tvær aukaspyrnur þarna sem mér fannst ódýrar og það kláraði leikinn. Auðvitað áttu þær fullt af sénsum, sem við áttum líka, en það gat svosem dottið á báða bóga."
,,Við gátum alveg búist við öllu, þetta er bara jafnt mót og leikurinn í Kópavogi gat endað á sitthvorn vegin og þessi svosem líka. Við erum bara í 50/50 leikjum og jafntefli er bara samasem tap," sagði hún ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir