Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. maí 2022 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik Breiðabliks og ÍBV frestað um einn dag - Vont í sjóinn
Ekki siglt og því komast eyjakonur ekki til lands fyrr en á morgun
Ekki siglt og því komast eyjakonur ekki til lands fyrr en á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld átti að fara fram viðureign Breiðabliks og ÍBV í Bestu deild kvenna en þeim leik hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18:00 en fer þess í stað fram á morgun.

Herjólfur, ferjan sem siglir til og frá Vestmannaeyjum, siglir ekki í dag vegna sjóveðurs og kemst lið ÍBV því ekki til lands.

„Leikurinn verður því kl.18:00 á morgun, fimmtudag," segir í færslu Breiðabliks á Twitter.

Breiðablik er með níu stig og ÍBV fjögur. Fimmta umferð Bestu kvenna hefst í kvöld:

miðvikudagur 18. maí
17:30 Þróttur R.-Þór/KA (Þróttarvöllur)
19:15 Afturelding-Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)

fimmtudagur 19. maí
17:15 Valur-KR (Origo völlurinn)
18:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
19:15 Selfoss-Keflavík (JÁVERK-völlurinn)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner