Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. maí 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski tók upp símann í klefanum og spjallaði um Barcelona
Lewandowski vill fara til Barcelona.
Lewandowski vill fara til Barcelona.
Mynd: EPA
Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski tók símtal í klefa Bayern München og ræddi um möguleg skipti til Barcelona fyrir framan liðsfélaga sína.

Barcelona vill fá þennan 33 ára sóknarmann sem á eitt ár eftir af samningi sínum. Viljinn er gagnkvæmur.

Lewandowski skoraði í 2-2 jafntefli gegn Wolfsburg á laugardaginn og gerði alls 35 mörk í 34 leikjum í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.

Eftir leikinn sagði Lewandowski: „Ég er búinn að tilkynna félaginu að ég mun ekki framlengja samning minn við Bayern. Báðir aðilar þurfa að hugsa um framtíðina og það er best að við finnum lausn sem hentar báðum."

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern, hefur sagt að Lewandowski verði ekki seldur frá félaginu í sumar þrátt fyrir að sóknarmaðurinn vilji skipta yfir til Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner