Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 18. maí 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho: Ekki að hugsa um að skrifa nafnið mitt í sögubækurnar

Jose Mourinho stjóri Roma er í skýjunum eftir að hafa komið liðinu í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Sevilla sem hefur unnið keppnina fimm sinnum.


„Ég er ekki að hugsa um að skrifa nafnið mitt í sögubækur Roma. Ég er að hugsa um að hjálpa þessum strákum að vaxa og dafna og ná stórum markmiðum. Líka að hjálpa stuðningsmönnum Roma sem hafa gefið mér svo mkikið frá fyrsta degi. Ég er gríðarlega glaður að komast í annan úrslitaleik;" sagði Mourinho.

„Ef ég má biðja stuðningsmenn Roma um einn greiða í viðbót. Strákarnir eiga skilið eitthvað einstakt á mánudaginn."

Roma mætir Salernitana í deildinni en liðið er tveimur stigum frá Evrópudeildarsæti og sex stigum frá Meistaradeildarsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner