Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   lau 18. maí 2024 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
England: Oxford vann úrslitaleikinn gegn Bolton
Mynd: Getty Images
Bolton 0 - 2 Oxford Utd
0-1 Josh Murphy ('31)
0-2 Josh Murphy ('42)

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Bolton er liðið spilaði úrslitaleik við Oxford United á Wembley í dag.

Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli en hann er á sínu síðasta samningsári hjá Bolton og ólíklegt að honum verði boðinn nýr samningur.

Liðsfélagar hans Jóns Daða réðu ekki við andstæðinga sína frá Oxford og töpuðu leiknum 0-2. Oxford fer þá upp í Championship deildina en Bolton verður eftir í League One.

Josh Murphy, fyrrum leikmaður Norwich og Cardiff, skoraði bæði mörkin eftir stoðsendingar frá portúgalska miðjumanninum Ruben Rodrigues.
Athugasemdir
banner
banner