Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: The Athletic 
Átti ekki að byrja á EM en er núna aðalmaðurinn
Manuel Locatelli.
Manuel Locatelli.
Mynd: Getty Images
Skoraði tvennu gegn Sviss.
Skoraði tvennu gegn Sviss.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Manuel Locatelli hefur heldur betur slegið í gegn á Evrópumótinu, rétt eins og allt ítalska liðið í heild sinni.

Locatelli, sem ólst við að spila fótbolta við Lake Como, átti ekki einu sinni að byrja á mótinu. Eins og oft áður, þá er Marco Verratti saknað á stærsta sviðinu. Hann meiddist fyrir mót og þess vegna kom Locatelli inn í liðið.

Verratti er lykilmaður fyrir Ítala en svo virðist sem það sé auðvelt að fylla hans skarð. Alla vega þegar þú ert með leikmann eins og Locatelli.

Locatelli var frábær í Serie A með Sassuolo á síðustu leiktíð, og núna er spurning hvort að Verratti komist jafnvel inn í liðið ef hann verður heill áður en mótið klárast.

Locatelli hefur verið líkt við Andrea Pirlo en hann segist sjá sig meira sem ungan Daniele De Rossi. Hann skoraði tvennu í frábærum sigri á Sviss fyrr í þessari viku. Hann er mjög góður alhliða miðjumaður en hann hefur verið örlítið gagnrýndur fyrir að skora ekki nægilega mikið. Hann svaraði þeirri gagnrýni gegn Sviss.

Það er óhætt að segja að AC Milan nagi sig í handarbökin þegar kemur að Locatelli. Hann var seldur frá Milan - þar sem hann ólst upp - til Sassuolo fyrir 14 milljónir evra. Hann var lánaður fyrst eftir að Milan fékk Tiémoué Bakayoko á láni frá Chelsea. Sassuolo keypti hann svo.

„Ég veit ekki hvort það sé rétt að segja að þeir hafi yfirgefið mig. En ég fann ekki fyrir trausti lengur. Ég grét og ég þjáðist; Milan var líf mitt í tíu ár," sagði Locatelli við Gazzetta dello Sport þegar hann var seldur frá Milan.

Milan fékk til sín hinn efnilega Sandro Tonali á láni frá Brescia, en Tonali olli vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili með Milan og var ekki nálægt ítalska landsliðshópnum. Það er ekki víst hvort að Tonali verði áfram hjá Milan á næstu leiktíð. Kannski að þeir kaupi hann bara til að skipta honum til Sassuolo, til að fá Locatelli aftur.

Giovanni Carnevali, framkvæmdastjóri Sassuolo, brosti líklega sínu breiðasta yfir 3-0 sigri Ítalíu. Sassuolo mun væntanlega stórgræða á miðjumanninum, sem hefur notið sín vel undir stjórn Roberto De Zerbi hjá Sassuolo. Þar er spilaður skemmtilegur fótbolti. Juventus vill fá Locatelli inn á miðjuna hjá sér, en það eru líka félög erlendis sem hafa sýnt honum áhuga - eins og Borussia Dortmund í Þýskalandi. Eftir Evrópumótið mun bætast í flóruna.

Locatelli mun örugglega hugsa vel og vandlega um framtíð sína á Lake Como í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner