Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Öskubuskusaga í Sandgerði
Reynir hefur komið á óvart.
Reynir hefur komið á óvart.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Reynir Sandgerði hefur komið mjög á óvart í 2. deildinni í sumar en liðið er nýliði í deildinni.

Fyrir sjöundu umferðina, sem hefst í kvöld, er Reynir á toppi deildarinnar með 12 stig. Reynir vann útisigur gegn Þrótti Vogum í síðustu umferð.

„Þetta er eitthvað mesta 'upset' tímabilsins. Mér finnst þetta meira sjokk en þegar Fjarðabyggð - lélegasta liðið í deildinni - náði jafntefli (við Þrótt). Reynir er ekki lélegasta liðið í deildinni, þeir eru góðir, en að vinna Þrótt á útivelli 1-3, ég var í sjokki," sagði Gylfi Tryggvason í Ástríðunni.

„Ég var það líka. Enginn Unnar Már, enginn Strahinja Pajic, enginn Hörður Sveins..." sagði Sverrir Mar Smárason en Reynismenn voru án þessara sterku leikmanna.

„Frá þeim sem ég heyrði í, þá yfirmönnuðu þeir miðjuna. Þróttur Vogum hafa væntanlega verið í 5-3-2 kerfinu sínu og voru undirmannaðir á miðjum vellinum. Þessi leikur vinnst þar. Reynir er með yfirburði á miðjum vellinum og stýra þessum leik. Vogamenn voru í vandræðum," sagði Sverrir jafnframt.

„Þeir eru komnir í efsta sæti, Sverrir. Þeir eru efstir. Við vorum að tala um nýliðana um daginn. Við töluðum um að KV gæti verið í þessari baráttu, en Sandgerði alls ekki. Að vera í efsta sæti eftir sex leiki er mjög flott. Ég þarf eiginlega að fara að mæta í Sandgerði og skynja andann betur, sjá hvernig þetta er að fúnkera," sagði Gylfi.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Ástríðan - Ekki lenda manni fleiri í Ástríðudeildunum!
Athugasemdir
banner
banner
banner