Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   þri 18. júní 2024 10:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur: Var orðinn ekkert eðlilega þreyttur á Freysa
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Til Englands?
Til Englands?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frey Alexanderssyni tókst annað árið í röð að framkalla kraftaverk þegar hann náði að bjarga Kortrijk frá falli. Það var eitthvað sem í mesta lagi örfáir höfðu trú á. Kortrijk var í langneðsta sæti belgísku deildarinnar um áramótin þegar Freysi tók við og náði hann að koma liðinu upp um tvö sæti og þar með í umspil sem Kortrijk svo vann. Þetta gerði Freysi ári eftir að hann hélt Lyngby uppi á ævintýralegan hátt.

Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson spilar með Leuven í belgísku deildinni. Jón Dagur var gestur í ChessAfterDark um helgina.

„Freysi er orðinn mjög virtur í Belgíu. Þegar ég sá þetta (að hann væri að taka við), þá hugsaði ég: „Nei, hvað ertu að gera?" Svo byrjar hann á því að vinna Standard úti. Við vorum í fallbaráttu með honum. Leuven er með mun sterkari hóp, hann er alveg með fína leikmenn. Hann vann Anderlecht úti, vann Standard úti og jafntefli gegn Club Brugge. Hann var að sækja alvöru stig. (Fyrir fram) hafði ég enga trú á þessu," sagði Jón Dagur.

„Ég var orðinn ekkert eðlilega þreyttur á honum. Í síðasta leiknum fyrir skiptinguna vinna þeir Anderlecht úti og voru komnir með jafnmörg stig og við. Við áttum leik daginn eftir. Ég var stressaður í marga mánuði því það leit allt út fyrir að við værum að fara í fallriðilinn og efsta sætið þar var eina sætið sem var öruggt með áframhaldandi veru. Næstefsta liðið [sem endaði á að vera Kortrijk] þurfti að fara í umspil við lið í deildinni fyrir neðan."

Leuven endaði á því að vinna sinn leik í lokaumferð deildarkeppninnar og slapp með því við að vera í fallriðlinum. Verðlaunin fyrir það var vissulega öruggt sæti í deildinni en við tóku tíu leikir þar sem Leuven var að spila um lítið.

„Ég viðurkenni eftir fimm leiki í okkar umspili að ég væri alveg til í leiki sem skiptu einhverju máli. Það var eitt augnablik í einum leik þar sem varnarmaður spurði mig hvað við værum að gera. Hann vildi að það yrði bara flautað af (því það var ekki verið að spila um neitt)," sagði Jón Dagur.

Alveg til í að prófa eitthvað annað
Sóknarmaðurinn var í viðtalinu spurður út í mögulegt næsta skref á sínum ferli. Hann sagði að hann myndi líklega fara í viðræður við Leuven um nýjan samning eftir sumarfrí. Hann hefur síðustu daga verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni; Newcastle, West Ham og systurfélag Leuven, Leicester.

„Ég er mjög sáttur með þá ákvörðun að hafa fært mig yfir til Belgíu (frá Danmörku 2022). Deildin er hörkugóð. Það er mikið af stórum liðum í deildinni. En jújú, maður væri alveg til í að prófa eitthvað annað, ég viðurkenni það," sagði landsliðsmaðurinn. Hann skoraði sjö mörk í belgísku deildinni á liðnu tímabili og lagði upp sjö í alls 37 leikjum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner