Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Maðurinn sem hafnaði Liverpool gæti verið á leið til Everton
Mynd: Getty Images
Danski leikmaðurinn Jesper Lindström gæti verið á leið til Everton á láni frá Napoli en þetta kemur fram á Sky Sports og þá hefur Fabrizio Romano einnig greint frá tíðindunum.

Lindström samdi við Napoli á síðasta ári eftir að hafa spilað frábærlega með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Hann greindi þá frá því að Liverpool hafi reynt að fá hann en valdi Napoli þar sem hann taldi sig geta fengið meiri spiltíma á Ítalíu.

Það varð hins vegar ekki raunin. Hann spilaði rúmar 300 mínútur í 22 deildarleikjum með Napoli og vill nú komast annað í leit að fleiri mínútum.

Romano segir að Everton sé í viðræðum við Napoli en hann verður líklegast lánaður til Englands með möguleika á að gera skiptin varanleg á næsta ári.

Lindström yrði þriðji leikmaðurinn sem Everton fær í glugganum á eftir þeim Iliman Ndiaye og Tim Iroegbunam.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner