Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 18. ágúst 2024 13:35
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Eze óheppinn að skora ekki draumamark
Mynd: EPA
Crystal Palace er þessa stundina að spila við Brentford í ensku úrvalsdeildinni og er um það bil stundarfjórðungur eftir af fyrri hálfleik.

Kantmaðurinn knái Eberechi Eze kom boltanum í netið fyrir Crystal Palace með stórbrotnu marki í stöðunni 0-0 en það var ekki dæmt gilt vegna brots sem átti sér stað á sama tíma.

Eze tók aukaspyrnu úti á hægri kanti og bjuggust allir á leikvanginum, Mark Flekken markvörður Brentford meðtalinn, við að hann myndi gefa boltann fyrir.

Hann tók þess í stað ákvörðun um að láta vaða á markið og skoraði stórglæsilegt draumamark sem fór í stöngina og inn, en á sama tíma flautaði Samuel Barrott dómari á sóknarbrot innan vítateigs.

Will Hughes gerðist þar sekur um að fella varnarmenn Brentford og eftir athugun í VAR-herberginu stóð ákvörðun dómarans um sóknarbrot, þó að það hafi ekki haft raunveruleg áhrif á skottilraunina frá Eze.

Brentford svaraði fyrir sig með marki og leiðir því 1-0 á heimavelli.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner