Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   mið 18. september 2019 22:00
Magnús Þór Jónsson
Helgi Valur: Mér finnst við vera á réttri leið
Helgi Valur í leik með Fylki.
Helgi Valur í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Daníelsson gerði annað mark Fylkis þegar liðið lagði Víking að velli í lokaleik 20. umferðar Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Með 3-1 sigrinum í kvöld komst Fylkir upp í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 28 stig. Tæknilega séð á liðið enn möguleika á Evrópusæti, það eru sex stig í það og tvær umferðir eftir.

„Það er auðvitað gott tækifæri fyrir okkur að ná okkar markmiðum. Við töluðum um að vera í Evrópubaráttu, þó það sé kannski erfitt núna þá er fimmta sætið frábært þegar tveir leikir eru eftir. Við eigum tvo leiki eftir sem við viljum vinna."

Víkingur vann úrslitaleik bikarsins og því fer liðið í fjórða sæti ekki í Evrópukeppni.

„Maður vonaði kannski að FH myndi vinna til að eiga þennan möguleika. Það er draumur allra hérna að komast aftur í Evrópu, það er orðið langt síðan síðast. Nú er það bara að klára mótið með stæl og gera betur en í fyrra. Mér finnst við vera á réttri leið."

„Við vorum í smá basli í byrjun seinni hálfleiks í kvöld. Í fyrri hálfleik gekk pressan mjög vel upp hjá okkur, þó svo að við höfum ekki verið að spila mikinn fótbolta - stuttar sendingar og svoleiðis. Pressan var að virka og við náðum að koma honum fram hratt. Við hefðum örugglega getað skorað 3-4 mörk í fyrri hálfleik. Í seinni datt þetta aðeins niður, en við erum oft sterkir í lok leikja."

Viðtalið við hann er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner