Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. september 2020 06:00
Aksentije Milisic
Merson: Trúi ekki að Chelsea leyfði Willian að fara
Willian og Aubameyang fagna.
Willian og Aubameyang fagna.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og sparkspekingur á Sky Sports, er mjög ánægður með að liðið hafi fengið Willian en á sama tíma undrast hann á því að Chelsea hafi leyft honum að fara.

Willian gekk í raðir Arsenal fyrir tímabilið þar sem hann náði ekki samkomulagi við Chelsea um nýjan samning. Hann byrjaði vel í Arsenal treyjunni og lagði hann upp þrjú mörk í sigrinum gegn Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég trúi ekki að Chelsea hafi leyft Willian að fara. Ég veit að þeir hafa fengið frábæra leikmenn í sumar en það þýðir ekki að þeir spili strax vel hjá liðinu," sagði Merson.

„Willian er leikmaður sem er tilbúinn og skilar alltaf sínu. Mér líkar vel við leikmennina sem þeir hafa keypt en þeir kostuðu mikið og eru örugglega á svipuðum launum og Willian."

Willian vann deildina tvisvar sinnum með Chelsea, enska bikarinn, deildabikarinn og Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner