Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. september 2021 15:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Fram fór ósigrað í gegnum Lengjudeildina
Lengjudeildin
Framarar fengu bikarinn afhentan eftir leik í dag.
Framarar fengu bikarinn afhentan eftir leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fóru fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Það var ljóst fyrir umferðina hvaða lið færu upp í Pepsi deildina og niður í 2. deild.

Fram fer taplaust í gegnum deildina eftir öruggan 5-1 sigur á Aftureldingu en staðan var 4-1 í hálfleik. Þór fer uppfyrir Aftureldingu í 9. sæti eftir 3-2 sigur á Þrótti eftir að hafa lent 2-0 undir.

Víkingur Ólafsvík kveður Lengjudeildina með 3-2 útisigri á Grindavík en liðið endar á botni deildarinnar og leikur því í 2. deild á næstu leiktíð.

Fjölnir endar í 3. sæti eftir 1-0 sigur á Selfossi sem endar í 8. sæti. Þremur leikjum er enn ólokið á þessari leiktíð í Lengjudeildinni. ÍBV fær Vestra í heimsókn á morgun, Eyjamenn heimsækja síðan Gróttu á miðvikudaginn. Samkvæmt heimasíðu KSÍ fer lokaleikurinn milli Vestra og Kórdrengja fram á laugardaginn eftir viku.

Úrslit, markaskorarar og stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan. Í

Grindavík 2 - 4 Víkingur Ó.
0-1 Harley Bryn Willard ('5 )
1-1 Josip Zeba ('6 )
1-2 Bjartur Bjarmi Barkarson ('29 )
1-3 Kareem Isiaka ('43 )
2-3 Gabriel Dan Robinson ('48 )
2-4 Kareem Isiaka ('82)

Lestu um leikinn

Fram 6 - 1 Afturelding
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('21 )
1-1 Hlynur Atli Magnússon ('25 )
2-1 Alexander Már Þorláksson ('36 )
3-1 Alexander Már Þorláksson ('41 )
4-1 Kyle Douglas McLagan ('45 )
5-1 Alexander Már Þorláksson ('68 , víti)
6-1 Alexander Már Þorláksson ('75)

Lestu um leikinn

Þróttur R. 2 - 3 Þór
1-0 Kairo Asa Jacob Edwards-John ('5 )
2-0 Samuel George Ford ('12 )
2-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('15 )
2-2 Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('57 )
2-3 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('61 )

Lestu um leikinn

Selfoss 0 - 1 Fjölnir
0-1 Viktor Andri Hafþórsson ('65 )

Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner