Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. september 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Maldini staðfestir að Milan hafnaði tilboði frá Chelsea
Mynd: EPA

Paolo Maldini, stjórnandi og goðsögn hjá AC Milan, er búinn að staðfesta að Ítalíumeistararnir hafi hafnað munnlegu tilboði frá Chelsea í framherjann sinn Rafael Leao.


Ítalskir fjölmiðlar greindu frá fregnunum á lokadögum sumargluggans og sögðu að Chelsea hafi verið reiðubúið til að bjóða 70 til 80 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Leao var valinn sem besti leikmaður ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann er vinstri kantmaður að upplagi en getur spilað hægra megin og í fremstu víglínu. Hann er 23 ára gamall og á tæp tvö ár eftir af samningnum við félagið.

„Við höfnuðum munnlegu tilboði frá Chelsea fyrir Leao," staðfesti Maldini. „Við erum í viðræðum um að framlengja samninginn hjá honum en þetta er ákvörðun sem hann verður að taka sjálfur. Við erum einnig að vinna að nýjum samningum við Ismael Bennacer og Pierre Kalulu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner