Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. september 2022 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sveinn Aron skoraði í góðum sigri - Willum Þór með stoðsendingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Go Ahead Eagles
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á 38. mínútu fyrir meiddan Per Frick er Elfsborg tók á móti Sirius í sænsku deildinni.


Sveinn Aron skoraði síðasta mark leiksins til að innsigla sigur Elfsborg sem er búið að vinna þrjá leiki í röð og siglir lygnan sjó um miðja deild með 33 stig úr 23 leikjum, níu stigum frá Evrópusæti þegar sjö umferðir eru eftir. Vel gert hjá Sveini Aroni en yngri bróðir hans, Andri Lucas, skoraði einnig fyrir Norrköping í gær.

Böðvar Böðvarsson lék þá allan leikinn í sigri Trelleborg gegn Brage í B-deildinni.

Liðin mættust í umspilsbaráttunni og er Trelleborg aðeins einu stigi frá þriðja sætinu sem gefur rétt í umspil um sæti í efstu deild. Brage er í þriðja sæti.

Elfsborg 3 - 0 Sirius
1-0 Voelkerling-Persson ('25, sjálfsmark)
2-0 A. Bernhardsson ('45)
3-0 Sveinn Aron Guðjohnsen ('75)

Brage 1 - 2 Trelleborg
0-1 H. Offia ('19)
1-1 D. Karlberg ('26)
1-2 N. Mortensen ('36)

Willum Þór Willumsson var þá í byrjunarliði Go Ahead Eagles sem vann gegn FC Emmen í hollenska boltanum. Willum gaf stoðsendingu í fyrra marki leiksins í 2-0 sigri.

G.A. Eagles er búið að vinna tvo leiki í röð eftir fimm tapleiki í fyrstu fimm umferðunum. Norðmaðurinn Oliver Edvardsen skoraði bæði mörk leiksins.

G.A. Eagles 2 - 0 FC Emmen
1-0 Oliver Edvardsen ('31)
2-0 Oliver Edvardsen ('57)

Að lokum voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í danska boltanum. Ísak Óli Ólafsson skoraði jöfnunarmark í fjörugum sigri Esbjerg í B-deildinni, mikilvæg stig í toppbaráttunni.

Esbjerg er með 16 stig eftir 7 umferðir og var þetta fyrsta mark Ísaks Óla fyrir félagið.

Í efstu deild er Lyngby áfram á botninum eftir tap á heimavelli gegn Odense. Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon byrjuðu leikinn í framlínu heimamanna en tókst ekki að skora þrátt fyrir nokkur færi.

Freyr Alexandersson kom Lyngby upp á síðustu leiktíð en hefur farið afar illa af stað í efstu deild. Liðið er aðeins með þrjú stig eftir tíu umferðir.

Aron Elís Þrándarson spilaði síðustu mínúturnar í liði OB sem er komið með 13 stig eftir sigurinn.

Stefán Teitur Þórðarson var þá í byrjunarliði Silkeborg sem tapaði toppbaráttuslag gegn Randers.

Silkeborg er í fjórða sæti með 16 stig, sex stigum eftir Randers sem trónir á toppinum.

BK Frem 3 - 4 Esbjerg
1-0 L. Lindholm ('10)
1-1 Y. Bourhane ('12)
1-2 M. Jörgensen ('14)
2-2 S. Norgaard ('38)
3-2 S. Norgaard ('44)
3-3 Ísak Óli Ólafsson ('69)
3-4 E. Sörensen ('77)

Lyngby 0 - 2 Odense
0-1 M. Frokjær ('13)
0-2 I. Jebali ('63)

Randers 3 - 2 Silkeborg
1-0 M. Egho ('7, víti)
1-1 O. Sonne ('32)
2-1 T. Salquist ('80m sjálfsmark)
3-1 S. Graves ('82)
3-2 S. Tengstedt ('91)


Athugasemdir
banner
banner
banner