Pablo Punyed var í skemmtilegu spjalli við Fótbolta.net í síðustu viku þar sem hann fór meðal annars yfir það hvernig hann endaði á Íslandi.
Pablo hefur núna spilað í íslenska boltanum frá 2012 en hann kom hér í heimsókn þann veturinn. Á meðan hann spilaði með St. John's háskólanum í New York þá kynntist hann nefnilega konunni sinni, Rúnu Sif Stefánsdóttur. Hann fylgdi henni til Íslands og hafa þau núna stofnað fjölskyldu saman.
Pablo hefur núna spilað í íslenska boltanum frá 2012 en hann kom hér í heimsókn þann veturinn. Á meðan hann spilaði með St. John's háskólanum í New York þá kynntist hann nefnilega konunni sinni, Rúnu Sif Stefánsdóttur. Hann fylgdi henni til Íslands og hafa þau núna stofnað fjölskyldu saman.
„Við kynnumst á síðasta árinu í St. Johns og svo kom ég hingað bara. Ég kom bara og heimsótti hana. Ég fékk að æfa með nokkrum liðum hérna, Þrótti Reykjavík og Fjölni. Ég bankaði á hurðina hjá KR en fékk nei. Mér var sagt það að þetta væri ekki gert þannig," sagði Pablo og hló en hann endaði síðar á að spila fyrir KR og hjálpa þeim að vinna Íslandsmeistaratitilinn.
„Það var gaman að koma hingað og upplifa öðruvísi kúltur. Einhvern veginn eru tólf ár liðin. Ég endaði á því að semja við Fjölni sem er geggjað félag."
Rúna, kona Pablo, hjálpaði honum að fá að æfa hjá Fjölni. „Hún er úr Grafarvoginum. Við vorum hjá mömmu hennar og pabba á þeim tíma þar. Ég spurði hana um að spyrja þjálfarann hvort ég gæti æft með þeim. Ég þurfti að horfa á nokkrum sinnum og svo fékk ég að æfa. Þeir vildu bjóða mér samning og það var gaman að upplifa það," segir Pablo sem hefur orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum eftir að hann kom hingað.
Pablo er frá Miami í Flórída en hann talaði um það í viðtalinu að það hefði verið eins og að lenda á tunglinu þegar hann lenti fyrst á Íslandi í janúar. „Ég hugsaði fyrst hvað ég væri eiginlega að gera en þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið."
Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir