Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. október 2019 14:16
Magnús Már Einarsson
Kante ekki með um helgina - Hlátur ekki í huga Lampard
Kante í leik með Chelsea.
Kante í leik með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, er ósáttur við að N'Golo Kante hafi verið með franska landsliðinu allt landsleikjahléið þrátt fyrir meiðsli.

Kante meiddist á nára í upphitun fyrir leik Íslands og Frakklands fyrir viku síðan. Kante spilaði ekki leikinn en hann var þrátt fyrir það áfram með franska landsliðinu og sat á bekknum gegn Tyrkjum á mánudag.

Lampard hafði óskað eftir því fyrir landsleikina að Kante yrði ekki valinn í franska hópinn. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, hlustaði ekki á það og Lampard er ósáttur við að Kante hafi ekki skilað sér strax til Chelsea eftir meiðslin í upphitun á Laugardalsvelli.

„Þetta er ekki aðhlátursefni," sagði Lampard á fréttamannafundi í dag.

„Ég skil það þegar leikmenn eru í landsliðsverkefni að þeir eru leikmenn þeirra (landsliðanna) en það var nokkuð ljóst að hann var ekki heill heilsu til að spila og frá okkar sjónarhorni þá hefðum við viljað fá hann aftur til okkar til að vinna með honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner