Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. október 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zaha gefur 10% af launum sínum til góðgerðarmála
Zaha fær tæplega 100 milljónir króna í mánaðarlaun.
Zaha fær tæplega 100 milljónir króna í mánaðarlaun.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, framherji Crystal Palace og Fílabeinsstrandarinnar, var eftirsóttur í sumar er Arsenal og Everton reyndu að kaupa hann til sín.

Palace neitaði þó að selja hann fyrir minna en 80 milljónir punda og er Zaha því áfram hjá sínu uppeldisfélagi.

Mirror greinir frá því að Zaha er genginn til liðs við Juan Mata og félaga í góðgerðarsamtökunum Common Goal þar sem atvinnumenn í íþróttum eru hvattir til að leggja minnst 1% launa sinna til góðgerðarmála.

Zaha lætur 1% ekki nægja heldur leggur hann 10% af launum sínum til góðgerðarmála í Fílabeinsströndinni.

„Ég veit hvernig það er að eiga ekkert og að fá enga hjálp frá neinum. Ég vona að þetta framtak hjá mér veiti öðrum börnum tækifæri," sagði Zaha.

Zaha verður 27 ára í nóvember og hefur gert 5 mörk í 17 leikjum fyrir Fílabeinsströndina á síðustu tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner