Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   þri 18. nóvember 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool íhugar að kalla Elliott til baka
Mynd: Aston Villa
Englandsmeistarar Liverpool eru að skoða þann möguleika að kalla enska miðjumanninn Harvey Elliott til baka úr láni frá Aston Villa en þetta segir Peter O'Rourke hjá FootyInsider.

Villa fékk Elliott á láni frá Liverpool í sumarglugganum með 35 milljóna punda kaupskyldu ef hann spilar ákveðið marga leiki fyrir félagið.

Elliott, sem er 22 ára gamall, er hins vegar ekki í myndinni hjá Unai Emery og aðeins spilað fimm leiki síðan hann kom til félagsins.

Þetta er mjög athyglisvert í ljósi þess að Elliott er talinn með efnilegustu miðjumönnum Englendinga og fékk fjölmargar mínútur í Liverpool-treyjunni bæði undir Jürgen Klopp og Arne Slot, en hefur ekki tekist að heilla Emery.

Liverpool á möguleika á að kalla hann til baka úr láni í janúarglugganum og segir FootyInsider að það séu ágætis líkur á því að það verði að veruleika.

Englendingurinn hefur aðeins byrjað tvo leiki með Villa á tímabilinu, einn í deild og einn í bikar, en ekki verið í hópnum í síðustu þremur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner