Englandsmeistarar Liverpool eru að skoða þann möguleika að kalla enska miðjumanninn Harvey Elliott til baka úr láni frá Aston Villa en þetta segir Peter O'Rourke hjá FootyInsider.
Villa fékk Elliott á láni frá Liverpool í sumarglugganum með 35 milljóna punda kaupskyldu ef hann spilar ákveðið marga leiki fyrir félagið.
Elliott, sem er 22 ára gamall, er hins vegar ekki í myndinni hjá Unai Emery og aðeins spilað fimm leiki síðan hann kom til félagsins.
Þetta er mjög athyglisvert í ljósi þess að Elliott er talinn með efnilegustu miðjumönnum Englendinga og fékk fjölmargar mínútur í Liverpool-treyjunni bæði undir Jürgen Klopp og Arne Slot, en hefur ekki tekist að heilla Emery.
Liverpool á möguleika á að kalla hann til baka úr láni í janúarglugganum og segir FootyInsider að það séu ágætis líkur á því að það verði að veruleika.
Englendingurinn hefur aðeins byrjað tvo leiki með Villa á tímabilinu, einn í deild og einn í bikar, en ekki verið í hópnum í síðustu þremur leikjum.
Athugasemdir




