Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   þri 18. nóvember 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Miðjumaður Wolves opinn fyrir því að fara til Man Utd
Mynd: EPA
Joao Gomes, miðjumaður Wolves á Englandi, er opinn fyrir því að ganga í raðir Manchester United á næsta ári.

Það er ekkert leyndarmál að United vilji fá miðjumann í janúarglugganum en þeir Adam Wharton og Carlos Baleba hafa báðir verið orðaðir við félagið.

Verðmiðinn gæti þó þvælst fyrir en Brighton og Crystal Palace vilja að minnsta kosti 100 milljónir punda fyrir leikmennina og gæti því Ruben Amorim, stjóri United, þurfa að sætta sig við ódýrari kosti.

Record í Portúgal segir Joao Gomes, leikmann Wolves, vera ofarlega á óskalistanum. Hann er einn af þeim leikmönnum sem staðið hafa upp úr hjá Wolves sem er með tvö stig í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Gomes er sagður opinn fyrir því að fara til Man Utd í janúarglugganum en Wolves er tilbúið að hlusta á tilboð sem nemur um 44 milljónum punda.

Ef hann fer til Man Utd verður hann annar Brasilíumaðurinn sem félagið sækir frá Wolves á nokkrum mánuðum á eftir Matheus Cunha sem kom til félagsins í sumarglugganum.

Brasilíumaðurinn er 24 ára gamall og verið á mála hjá Wolves frá 2023 en hann á 10 A-landsleiki með Brasilíu og var síðast í landsliðshópnum í október.
Athugasemdir
banner
banner