Þeir Atli Arnarson og Arnþór Ari Atlason, leikmenn HK, eru báðir samningslausir um þessar mundir. Þeir gengu til liðs við félagið fyrir tímabilið 2019 og hafa verið lykilmenn hjá HK síðan.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson nýráðinn þjálfari HK segir í viðtali sem var tekið upp fyrir helgi að hann hefði enn ekki rætt framtíð þeirra við þá, en slíkt samtal væri fyrirhugað á næstu dögum.
„Þetta er samtal sem ég er að fara taka með þeim á næstu dögum og heyra hvað þeir eru að pæla. Það sem ég leitast eftir frá þeim er að þeir séu spólgraðir í það að gera þetta almennilega og taka skrefið upp. Ef það er ekki til staðar þá mun ég finna einhverja aðra.“
„Ég þekki Atla mjög vel, spilaði sjálfur með honum í ÍBV á sínum tíma. Algjör toppmaður og frábær leikmaður, hann hefur verið í basli með meiðsli og lenti í leiðinlegum meiðslum í sumar. En er á leiðinni til baka,“ sagði Gunnar að lokum.



