Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 18. desember 2020 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Moukoko yngsti markaskorari í sögu þýsku deildarinnar
Youssoufa Moukoko var auðvitað ánægður með afrekið
Youssoufa Moukoko var auðvitað ánægður með afrekið
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko varð í kvöld yngsti leikmaðurinn til að skora í þýsku deildinni er hann gerði eina mark Borussia Dortmund í 2-1 tapi gegn Union Berlin.

Moukoko varð 16 ára þann 20. nóvember síðastliðinn og spilaði svo gegn Herthu Berlín aðeins einum degi síðar.

Þar bætti hann metið sem yngsti leikmaður deildarinnar og í kvöld varð hann svo yngsti markaskorari deildarinnar.

Hann skoraði á 60. mínútu og var markið af dýrari gerðinni. Hann fékk boltann vinstra megin í teignum og skaut í fyrsta upp í nærhornið.

Florian Wirtz átti metið en hann var 17 ára og 34 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Leverkusen á síðasta tímabili.

Moukoko hefur verið að fá tækifæri í byrjunarliði Dortmund þar sem Erling Braut Haaland er frá vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner