Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hiti á milli Fabregas og Senegala
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: EPA
Assane Diao.
Assane Diao.
Mynd: EPA
Cesc Fabregas, stjóri Como á Ítalíu, er ósáttur við fótboltasambandið í Senegal eftir að Assane Diao var valinn í hóp fyrir Afríkumótið.

Hinn tvítugi Diao hefur átt í miklu basli með meiðsli á tímabilinu en þrátt fyrir það var hann valinn í landsliðshóp Senegal fyrir Afríkumótið.

„Ég er mikill aðdáandi landsliðsfótbolta. Flestir mínir leikmenn eru landsliðsmenn. Það er það stærsta fyrir leikmenn að spila fyrir þjóð sína," sagði Fabregas.

En svo hélt hann áfram og sagði:

„En ég bað Senegal um að sýna smá vit og taka hann ekki þar sem hann hefur spilað þrjá leiki á átta mánuðum. Ég til með drengnum vegna þess að hann hefði líklega ekki átt að spila í síðasta leik gegn Roma. En hann er núna farinn til móts við landsliðið og verður frá í fimm vikur. Þar sem við erum að borga launin hans þá getum við alveg eins tekið áhættu og notað hann eitthvað."

Diao, sem er afar hæfileikaríkur kantmaður, meiddist í leiknum gegn Roma en Senegalar voru allt annað en sáttir við það.

Stuðningsmenn senegalska landsliðsins hófu innrás á Instagram reikning Fabregas og settu myndir af svínum í ummælakerfið við myndir hjá honum.

Leikmaðurinn er núna tæpur fyrir Afríkumótið en það er spurning hversu mikið hann getur spilað þar.


Athugasemdir
banner
banner