Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 19. janúar 2022 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henry orðaður við stjórastöðuna hjá Bordeaux
Mynd: Getty Images
Thierry Henry aðstoðarþjálfari Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu er orðaður við stjórastólinn hjá Bordeaux í Frakklandi. Þetta herma heimildir þar í landi.

Vladimir Petkovic stjóri Bordeaux gæti verið rekinn um helgina eftir leik liðsins gegn Strasbourg en liðið er í næst neðsta sæti efstu deildarinnar í Frakklandi.

Það er þó alls óvíst hvort belgíska knattspyrnusambandið leyfi Henry að fara en Martinez hefur verið orðaður við stjórastólinn hjá Everton að undanförnu. Það er talað um að sambandið hafi ekki leyft honum að fara þar sem það vilji halda honum framyfir HM í Katar í vetur.

Henry gerðist aðstoðarmaður Martinez í maí á síðasta ári eftir að hafa verið stjóri Montreal Impact í MLS deildinni.
Athugasemdir
banner
banner