mið 19. janúar 2022 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Atletico Madrid úr leik í konungsbikarnum
Adnan Januzaj
Adnan Januzaj
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid er úr leik í spænska konungsbikarnum eftir tap gegn Real Sociedad.

Sociedad var með eins marks forystu í hálfleik en Adnan Januzaj skoraði markið eftir rúmlega hálftíma leik. Alexander Sörloth bætti öðru markinu við í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat, mikil vonbrigði fyrir Atletico.

Tveir leikir fóru fram í deildinni en Celta Vigo vann sterkann 2-0 sigur á Osasuna og komst þar með uppfyrir þá í 12. sæti deildarinnar.

Í hinum leiknum gerðu Valencia og Sevilla jafntefli. Mouctar Diakhaby leikmaður Valencia varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax eftir 7. mínútna leik. Goncalo Guedes jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat.

Jose Gaya lagði upp markið en hann fékk gult spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks og sitt annað gula spjald og þar með rautt á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Real Sociedad 2 - 0 Atletico Madrid
1-0 Adnan Januzaj ('33 )
2-0 Alexander Sorloth ('47 )

Celta 2 - 0 Osasuna
1-0 Hugo Mallo ('29 )
2-0 Santi Mina ('38 )

Valencia 1 - 1 Sevilla
1-0 Mouctar Diakhaby ('7 , sjálfsmark)
2-0 Goncalo Guedes ('44 )
Rautt spjald: Jose Gaya, Valencia ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner