Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 19. janúar 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norrköping boðið að fá Danny Rose
Var í nokkuð stóru hlutverki hjá Spurs út tímabilið 2018-19 en eftir það hefur ferillinn heldur betur legið niður á við.
Var í nokkuð stóru hlutverki hjá Spurs út tímabilið 2018-19 en eftir það hefur ferillinn heldur betur legið niður á við.
Mynd: Getty Images
Danny Rose er í Sportbladet í Svíþjóð sagður hafa verið boðinn Íslendingafélaginu IFK Norrköing. Einnig kemur fram að önnur félög í Evrópu hafi verið boðið að fá Rose í sínar raðir.

Rose er án félags í hálft ár eftir að samninig hans við Watford var rift síðasta sumar.

Rose er fyrrum landsliðsmaður Englands, á að baki 29 landsleiki og 202 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Þar lék hann með Tottenham, Sunderland, Newcastle og Watford. Hann var í fjórtán ár hjá Tottenham en yfirgaf félagið árið 2021 til að semja við Watford.

Vinstri bakvörðurinn er 32 ára gamall. Ef hann skrifar undir hjá Norrköping verður hann liðsfélagi þeirra Ara Freys Skúlasonar, Andra Lucas Guðjohnsen, Arnórs Sigurðssonar og Arnórs Ingva Traustasonar. Oliver Stefánsson og Jóhannes Kristinn Bjarnason eru einnig á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner