Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilja fá Neymar heim til Brasiliu - Al-Hilal hefur fengið lánstilboð
Mynd: Getty Images
Framtíð Neymar hjá Al-Hilal í Sádí-Arabíu er í mikilli óvissu en hann hefur lítið getað spilað vegna meiðsla.

Hann gekk til liðs við félagið frá PSG sumarið 2023 og sleit krossband stuttu siðar. Hann hefur aðeins spilað sjö leiki fyrir sádí-arabíska liðið og skorað eitt mark.

Greint hefur verið frá því að brasilíska félagið Santos, uppeldisfélagi Neymar, hafi boðið í leikmanninn en félagið vill fá hann á láni.

Félagið bíður eftir svari frá Al-Hilal en liðið er á undan bandaríska félaginu Chicago Fire í kapphlaupinu.


Athugasemdir
banner
banner