Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. febrúar 2020 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann yngstur í sögunni til að vinna í útsláttarleik
Einnig sá yngsti til að stýra liði í útsláttarleik
Nagelsmann faðmar Jose Mourinho, stjóra Tottenham, fyrir leik.
Nagelsmann faðmar Jose Mourinho, stjóra Tottenham, fyrir leik.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, varð í kvöld yngsti þjálfari sögunnar til að stýra liði í útsláttarleik í Meistaradeildinni, og sá yngsti til að vinna útsláttarleik í keppninni.

Nagelsmann er aðeins 32 ára gamall.

Nagelsmann lagði fótboltaskóna á hilluna er hann var í U19 liði Augsburg vegna þrálátra meiðsla. Hann einbeitti sér þess í stað að þjálfun og fékk hann tækifæri til að þjálfa aðallið Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni árið 2016. Hann tók svo við Leipzig fyrir þessa leiktíð.

Undir hans stjórn er Leipzig að berjast um þýska meistaratitilinn og er núna í góðum málum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner