Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. febrúar 2020 15:43
Elvar Geir Magnússon
Nú vill Leganes líka fá undanþágu - Missa mann til Barcelona
Gerard Pique og Martin Braithwaite í baráttunni í leik Barcelona og Leganes.
Gerard Pique og Martin Braithwaite í baráttunni í leik Barcelona og Leganes.
Mynd: Getty Images
Mundo Deportivo segir að Barcelona sé búið að ganga frá kaupum á sóknarmanninum Martin Braithwaite frá Leganes. Börsungar fengu undanþágu til að kaupa sóknarmann utan gluggans.

Reglur La Liga, spænsku deildarinnar, eru þær að félög mega kaupa inn leikmenn utan félagaskiptaglugga í sérstökum aðstæðum. Nýr leikmaður þarf að vera að spila í efstu eða næstefstu deild á Spáni eða vera á frjálsri sölu.

Barcelona bauð 17 milljónir punda í Braithwaite en það er riftunarákvæðið í samningnum hjá honum.

Nú hefur Leganes sent fyrirspurn til La Liga um hvort félagið fái að sækja leikmann í staðinn fyrir Braithwaite. Félagið getur ekki komið í veg fyrir að leikmaðurinn fari til Barcelona.

Samkvæmt reglum mun Leganes ekki fá leyfið en undanþágan er aðeins veitt ef um langvarandi meiðsli er að ræða. Barcelona fékk undanþágu vegna meiðsla Ousmane Dembele og Luis Suarez.

Leganes er að berjast fyrir lífi sínu í efstu deild. Liðið er í fallsæti hefur það mikil áhrif á vonir þess að halda sér að missa Braithwaite.

Búast má við yfirlýsingu frá Leganes vegna málsins.

Sjá einnig:
„Undanþágan sem Barcelona fékk algjört kjaftæði"
Athugasemdir
banner