Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fös 19. febrúar 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Afmælispartí Kongolo var ekki ásættanlegt
Sóttvarnareglur voru brotnar þegar haldið var upp á afmæli miðjumannsins Terence Kongolo, leikmanns Fulham.

Eftir sigur Fulham gegn Everton um síðustu helgi mætti Kongolo heim til sín en vinir hans tóku á móti honum og héldu óvænta afmælisveislu.

Kongolo er orðinn 27 ára.

„Terence vissi ekki um þetta partí samkvæmt mínum upplýsingum. Ég var alls ekki sáttur þegar ég frétti af þessu, þetta er ekki ásættanlegt í þessum aðstæðum sem eru í gangi," segir Scott Parker, stjóri Fulham.

„Þetta er alls ekki ásættanlegt og fólkið sem skipulagði þetta setti hann í vondar aðstæður."


Athugasemdir
banner
banner