Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. mars 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Solskjær leggur allt í sölurnar til að fá Bellingham
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Manchester United reynir allt til að vinna samkeppnina um táninginn Jude Bellingham hjá Birmingham.

Þýska blaðið Bild segir að Borussia Dortmund sé líklegast til að fá leikmanninn.

En Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er síður en svo búinn að gefast upp og leggur allt kapp á að fá þennan 16 ára leikmann.

Nýlega fékk Bellingham og fjölskylda skoðunarferð um Carrington æfingasvæði Manchester United en þar tók Sir Alex Ferguson á móti þeim.

Mirror segir að United sé tilbúið að setja saman 30 milljóna punda pakka til að fá enska unglingalandsliðsmanninn.

Bellingham verður 17 ára þann 29. júní og getur þá skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning.

Sjá einnig:
Hver er þessi sextán ára Englendingur sem Dortmund vill fá?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner