Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   sun 19. mars 2023 18:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu allt það helsta úr dramatískum sigri Manchester United
Mynd: EPA

Ótrúlegur leikur átti sér stað á Old Trafford í dag þar sem Manchester United tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins.


Eftir rólegan fyrri hálfleik fór allt á fullt í þeim síðari. Aleksandar Mitrovic var allt í öllu en hann kom Fulham yfir snemma í síðari hálfleik.

Þegar rúmur stundarfjórðungur var leik hans þó lokið. United fékk vítaspyrnu þegar skot Jadon Sancho af stuttu færi fór í höndina á Willian.

Willian fékk rautt spjald og Mitrovic missti stjórn á skapi sínu og stuggaði við Chris Kavanagh og fékk einnig rautt, Marco Silva stjóri liðsins sagði eitthvað við Kavanagh þegar hann var að skoða atvikið í VAR og fékk rautt.

Tveimur færri missti Fulham forskotið en Bruno Fernandes skoraði tvö og Marcel Sabitzer skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Sjáðu allt það helsta úr leiknum í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner