Heimild: mbl.is
Alon Hazan landsliðsþjálfari Ísrael og Yossi Benayoun yfirmaður fótboltamála hjá ísraelska fótboltasambandinu verða báðir reknir ef Ísrael tapar gegn Íslandi í umspilinu á fimmtudaginn.
Ísraelski blaðamaðurinn Dani Porat segist í samtali við mbl vera sannfærður um að það verði örlög þeirra ef Ísland vinnur.
Ísraelski blaðamaðurinn Dani Porat segist í samtali við mbl vera sannfærður um að það verði örlög þeirra ef Ísland vinnur.
„Þeir hafa báðir tekið margar furðulegar ákvarðanir og fólk er byrjað að missa trúna. Við eigum samt von á því að vinna Ísland,“ sagði Porat við mbl.is.
Hazan hefur lengi starfað fyrir ísraelska fótboltasambandið og verið A-landsliðsþjálfari frá 2022. Þar áður hafði hann í nokkur skipti tekið við liðinu til bráðabirgða og verið aðstoðarþjálfari og U17 og U21 landsliðsþjálfari.
Benayoun þekkja margir fótboltaáhugamenn vel frá því hann lék í enska boltanum. Hann lék meðal annars fyrir Liverpool, Arsenal og Chelsea en hann vann Evrópudeildina með síðarnefnda liðinu.
Ísrael og Ísland mætast á fimmtudagskvöld en leikið verður í Búdapest. Sigurliðið í leiknum mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM.
Athugasemdir