Man City 2 - 0 Chelsea
1-0 Vivianne Miedema ('60)
2-0 Vivianne Miedema ('89)
1-0 Vivianne Miedema ('60)
2-0 Vivianne Miedema ('89)
Manchester City tók á móti Chelsea í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.
Staðan var markalaus eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik og ríkti áfram nokkuð jafnræði með liðunum eftir leikhléð.
Heimakonur í Manchester nýttu færin sín þó betur eftir að Vivianne Miedema kom inn af bekknum í hálfleik. Hún skoraði á 60. mínútu til að taka forystuna og innsiglaði svo góðan 2-0 sigur gegn Englandsmeisturunum á lokamínútunum.
Stjörnum prýtt lið Chelsea þarf að eiga draumaleik á heimavelli til að snúa stöðunni við, en Chelsea hafði unnið síðustu þrjár innbyrðisviðureignir í röð fyrir tap kvöldsins.
Sigurliðið mætir sigurvegaranum úr viðureign Wolfsburg og Barcelona í undanúrslitum. Barcelona er með stóra forystu í því einvígi og litlar sem engar líkur á að Wolfsburg takist að koma til baka á útivelli.
Athugasemdir