Morgan Gibbs-White, miðjumaður Nottingham Forest, hefur upplifað allan tilfinningaskalann undanfarið en hann var tekinn inn í enska landsliðshópinn á mánudaginn fyrir Cole Palmer sem er meiddur.
Thomas Tuchel er að fara inn í sitt fyrsta verkefni sem þjálfari landsliðsins en hann tjáði Gibbs-White upphaflega að hann yrði ekki í hópnum.
Thomas Tuchel er að fara inn í sitt fyrsta verkefni sem þjálfari landsliðsins en hann tjáði Gibbs-White upphaflega að hann yrði ekki í hópnum.
„Hann hringdi í mig og sagði 'Ert þú enn reiður út í mig eða viltu koma til okkar og langar þig að æfa með okkur á morgun?"
„Það var ekki spurning, ég brosti út að eyrum. Ég er í skýjunum. Ég var í uppnámi, svolítið svekktur en á sama tíma verður maður að skoða gæðin í leikmönnunum sem England hefur," sagði Gibbs-White.
„Ég tók það til greina en þegar hann tjáði mér þetta þá virti ég hans ákvörðun. Ég sagði við hann 'Ég tel að ég hafi gert nóg til að fá kallið miðað við árangur félagsins en þú ert stjórinn, þú tekur ákvarðanirnar og ég virði það.'"
England mætir Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM 2026.
Athugasemdir