Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 19. apríl 2022 22:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mikilvægt að spila vel, alveg sama í hvaða leik
Létt yfir Hrafninum
Létt yfir Hrafninum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég held að þessi leikur er ekkert mikilvægari en 10. leikur, 12. leikur eða 24. leikur. Heldur er bara mikilvægt að spila vel alveg sama í hvaða leik, við hugsum ekkert brjálæðslega mikið um þetta hafi verið fyrsti leikur, frammistaðan var bara öflug þótt við gáfum kannski aðeins eftir þegar leið á seinni en heilt yfir er ég bara mjög sáttur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir 4-1 sigur gegn Keflavík en hann var spurður hversu mikilvægt var að byrja tímabilið á svona sterkum sigri.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

Ísak Snær skoraði tvö flott skallamörk í kvöld, er hann kannski sá framherji sem Blikarnir leitast eftir?

„Ísak er auðvitað bara mjög góður leikmaður og við erum með marga menn sem geta skorað, ég sagði eftir Meistarar Meistaranna að Lewandowski hefði ekki gert mikið inn í teig þar sem að fyrirgjafirnar voru bara ekki góðar, vorum ekki góðir á síðasta þriðjung en Ísak var flottur í kvöld."

Hvað vantaði hjá Blikum að mati Óskars í þessum flotta sigri? 

„Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur gert betur, mér fannst við stundum vera aðeins of mikið að flýta okkur og ekki nógu mikil nákvæmni í síðustu sendingunum sérstaklega í fyrri hálfleik en heillt yfir voru fyrstu 65 mínúturnar framúrskarandi vel spilaðar, það er ekkert sjálfsagt á móti öflugu Keflavíkurliði að vera kominn með þessa stöðu þegar ekki meira er búið af leiknum. Ég get ekki sett út á mína menn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar talar t.d. um Omar Sowe og fleira.

Athugasemdir
banner
banner