Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 19. apríl 2022 22:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mikilvægt að spila vel, alveg sama í hvaða leik
Létt yfir Hrafninum
Létt yfir Hrafninum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég held að þessi leikur er ekkert mikilvægari en 10. leikur, 12. leikur eða 24. leikur. Heldur er bara mikilvægt að spila vel alveg sama í hvaða leik, við hugsum ekkert brjálæðslega mikið um þetta hafi verið fyrsti leikur, frammistaðan var bara öflug þótt við gáfum kannski aðeins eftir þegar leið á seinni en heilt yfir er ég bara mjög sáttur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir 4-1 sigur gegn Keflavík en hann var spurður hversu mikilvægt var að byrja tímabilið á svona sterkum sigri.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

Ísak Snær skoraði tvö flott skallamörk í kvöld, er hann kannski sá framherji sem Blikarnir leitast eftir?

„Ísak er auðvitað bara mjög góður leikmaður og við erum með marga menn sem geta skorað, ég sagði eftir Meistarar Meistaranna að Lewandowski hefði ekki gert mikið inn í teig þar sem að fyrirgjafirnar voru bara ekki góðar, vorum ekki góðir á síðasta þriðjung en Ísak var flottur í kvöld."

Hvað vantaði hjá Blikum að mati Óskars í þessum flotta sigri? 

„Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur gert betur, mér fannst við stundum vera aðeins of mikið að flýta okkur og ekki nógu mikil nákvæmni í síðustu sendingunum sérstaklega í fyrri hálfleik en heillt yfir voru fyrstu 65 mínúturnar framúrskarandi vel spilaðar, það er ekkert sjálfsagt á móti öflugu Keflavíkurliði að vera kominn með þessa stöðu þegar ekki meira er búið af leiknum. Ég get ekki sett út á mína menn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar talar t.d. um Omar Sowe og fleira.

Athugasemdir
banner
banner
banner