Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   þri 19. apríl 2022 22:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mikilvægt að spila vel, alveg sama í hvaða leik
Létt yfir Hrafninum
Létt yfir Hrafninum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég held að þessi leikur er ekkert mikilvægari en 10. leikur, 12. leikur eða 24. leikur. Heldur er bara mikilvægt að spila vel alveg sama í hvaða leik, við hugsum ekkert brjálæðslega mikið um þetta hafi verið fyrsti leikur, frammistaðan var bara öflug þótt við gáfum kannski aðeins eftir þegar leið á seinni en heilt yfir er ég bara mjög sáttur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir 4-1 sigur gegn Keflavík en hann var spurður hversu mikilvægt var að byrja tímabilið á svona sterkum sigri.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

Ísak Snær skoraði tvö flott skallamörk í kvöld, er hann kannski sá framherji sem Blikarnir leitast eftir?

„Ísak er auðvitað bara mjög góður leikmaður og við erum með marga menn sem geta skorað, ég sagði eftir Meistarar Meistaranna að Lewandowski hefði ekki gert mikið inn í teig þar sem að fyrirgjafirnar voru bara ekki góðar, vorum ekki góðir á síðasta þriðjung en Ísak var flottur í kvöld."

Hvað vantaði hjá Blikum að mati Óskars í þessum flotta sigri? 

„Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur gert betur, mér fannst við stundum vera aðeins of mikið að flýta okkur og ekki nógu mikil nákvæmni í síðustu sendingunum sérstaklega í fyrri hálfleik en heillt yfir voru fyrstu 65 mínúturnar framúrskarandi vel spilaðar, það er ekkert sjálfsagt á móti öflugu Keflavíkurliði að vera kominn með þessa stöðu þegar ekki meira er búið af leiknum. Ég get ekki sett út á mína menn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar talar t.d. um Omar Sowe og fleira.

Athugasemdir
banner
banner