Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
   þri 19. apríl 2022 22:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mikilvægt að spila vel, alveg sama í hvaða leik
Létt yfir Hrafninum
Létt yfir Hrafninum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég held að þessi leikur er ekkert mikilvægari en 10. leikur, 12. leikur eða 24. leikur. Heldur er bara mikilvægt að spila vel alveg sama í hvaða leik, við hugsum ekkert brjálæðslega mikið um þetta hafi verið fyrsti leikur, frammistaðan var bara öflug þótt við gáfum kannski aðeins eftir þegar leið á seinni en heilt yfir er ég bara mjög sáttur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir 4-1 sigur gegn Keflavík en hann var spurður hversu mikilvægt var að byrja tímabilið á svona sterkum sigri.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

Ísak Snær skoraði tvö flott skallamörk í kvöld, er hann kannski sá framherji sem Blikarnir leitast eftir?

„Ísak er auðvitað bara mjög góður leikmaður og við erum með marga menn sem geta skorað, ég sagði eftir Meistarar Meistaranna að Lewandowski hefði ekki gert mikið inn í teig þar sem að fyrirgjafirnar voru bara ekki góðar, vorum ekki góðir á síðasta þriðjung en Ísak var flottur í kvöld."

Hvað vantaði hjá Blikum að mati Óskars í þessum flotta sigri? 

„Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur gert betur, mér fannst við stundum vera aðeins of mikið að flýta okkur og ekki nógu mikil nákvæmni í síðustu sendingunum sérstaklega í fyrri hálfleik en heillt yfir voru fyrstu 65 mínúturnar framúrskarandi vel spilaðar, það er ekkert sjálfsagt á móti öflugu Keflavíkurliði að vera kominn með þessa stöðu þegar ekki meira er búið af leiknum. Ég get ekki sett út á mína menn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar talar t.d. um Omar Sowe og fleira.

Athugasemdir
banner