Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 19. apríl 2024 22:34
Haraldur Örn Haraldsson
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Helgi Fróði og liðsfélagar fagna.
Helgi Fróði og liðsfélagar fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Helgi Fróði Ingason leikmaður Stjörnunnar átti frábæran leik í dag þegar liðið hans sigraði Val á heimavelli 1-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Hún er bara geggjuð (tilfinningin) við erum búnir að bíða eftir þessu. Bara geggjað að fá fyrsta sigurinn, þetta var bara frábær frammistaða í dag."

Helgi sem er 19 ára gamall var valinn maður leiksins á vellinum sem hlýtur að vera gaman fyrir uppaldan leikmann.

„Það er bara geggjaður heiður"

Stjarnan náði í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld eftir að hafa verið mikið gagnrýndir.

„Við erum alltaf jákvæðir og bara spilum okkar leik. Við höldum áfram að bæta við þetta og gerum meira."

Stjarnan hefur verið þekkt síðustu ár fyrir sína sterku yngri flokka og að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Helgi segir að það sé gott að spila meistaraflokks leiki fyrir sitt uppeldisfélag.

„Það er bara geggjað, gömlu gæjarnir eru bara mjög skemmtilegir, þjálfarinn náttúrulega geggjaður og bara geggjað að vera í besta klúbbnum."


Athugasemdir
banner
banner