Helgi Fróði Ingason leikmaður Stjörnunnar átti frábæran leik í dag þegar liðið hans sigraði Val á heimavelli 1-0 í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Valur
„Hún er bara geggjuð (tilfinningin) við erum búnir að bíða eftir þessu. Bara geggjað að fá fyrsta sigurinn, þetta var bara frábær frammistaða í dag."
Helgi sem er 19 ára gamall var valinn maður leiksins á vellinum sem hlýtur að vera gaman fyrir uppaldan leikmann.
„Það er bara geggjaður heiður"
Stjarnan náði í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld eftir að hafa verið mikið gagnrýndir.
„Við erum alltaf jákvæðir og bara spilum okkar leik. Við höldum áfram að bæta við þetta og gerum meira."
Stjarnan hefur verið þekkt síðustu ár fyrir sína sterku yngri flokka og að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Helgi segir að það sé gott að spila meistaraflokks leiki fyrir sitt uppeldisfélag.
„Það er bara geggjað, gömlu gæjarnir eru bara mjög skemmtilegir, þjálfarinn náttúrulega geggjaður og bara geggjað að vera í besta klúbbnum."