
Emma Hayes ætlar að halda áfram sem þjálfari kvennaliðs Chelsea á Englandi.
Hayes hefur þjálfað Chelsea frá 2012 og byggt upp ótrúlega sterkt lið. Hún hefur stýrt liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni fjórum sinnum, í FA-bikarnum tvisvar og í deildabikarnum tvisvar. Hún hefur gert magnaða hluti með Chelsea og það er í raun bara Meistaradeildin eftir.
Hún stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á nýafstöðnu tímabili en þar tapaði liðið illa, 4-0 fyrir Barcelona.
Markmiðið hlýtur að vera að komast aftur í úrslitin og vinna þá keppnina.
Núgildandi samningur Hayes, sem er gríðarlega fær þjálfari, rennur út í sumar en hún er við það að skrifa undir nýjan samning við Chelsea og mun halda áfram vegferð sinni hjá félaginu.
Athugasemdir