fös 19. maí 2023 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta fer nýjar leiðir - Hundur dvelur núna á æfingasvæðinu
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur bætt við nýjum liðsmanni á æfingasvæði félagsins því þar dvelur núna hundur.

Um er að ræða Labrador hund sem hefur fengið nafnið 'Win' eða einfaldlega 'Sigur'.

Arteta vonast til að hundurinn muni styrkja andann á æfingasvæðinu og gera leikmannahópinn samheldnari en liðið hefur átt erfiðar vikur upp á síðkastið.

Arteta fer ýmsar leiðir í sinni þjálfun. The Times segir frá því að Spánverjinn hafi ákveðið að fá hundinn inn á æfingasvæðið eftir að hann las rannsóknir um það getur verið róandi, bætt líðan og minnkað stress að klappa hundi.

Arsenal var lengst af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð en liðið er búið að missa toppsætið í hendur Manchester City á lokasprettinum.
Athugasemdir
banner
banner