Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Einungis stórsigrar í leikjum dagsins
Mynd: Hafnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru þrír leikir fram í 5. deildinni í dag þar sem nítján mörk voru skoruð, en það voru aðeins þrjú lið sem skoruðu öll mörkin.

Í A-riðli unnu Hafnir góðan sjö marka sigur gegn Spyrni, tæpum sólarhringi eftir sigur Spyrnis gegn KM í fyrstu umferð. Dauðþreyttir leikmenn Spyrnis réðu ekki við Hafnir og steinlágu.

Spyrnir er með þrjú stig eftir tvær umferðir á meðan Hafnir voru að spila sinn fyrsta leik á deildartímabilinu.

Í B-riðli voru það Uppsveitir og Hörður Ísafirði sem unnu þægilega sigra. Uppsveitir skoruðu sjö mörk gegn Afríku á meðan Hörður vann Reyni Hellissandi 5-0.

Uppsveitir og Hörður eiga þrjú stig eftir tvær umferðir á meðan Reynir er með eitt stig og Afríka er án stiga.

Hafnir 7 - 0 Spyrnir
1-0 Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson ('16 )
2-0 Max William Leitch ('30 )
3-0 Max William Leitch ('55 )
4-0 Max William Leitch ('59 )
5-0 Jón Arnór Sverrisson ('75 )
6-0 Kristófer Orri Magnússon ('80 )
7-0 Þorgils Gauti Halldórsson ('85 )

Afríka 0 - 7 Uppsveitir
0-1 George Razvan Chariton ('9 )
0-2 George Razvan Chariton ('16 )
0-3 Aron Þormar Lárusson ('27 )
0-4 Pétur Geir Ómarsson ('62 )
0-5 George Razvan Chariton ('69 )
0-6 George Razvan Chariton ('73 )
0-7 Daníel Ben Daníelsson ('90 )

Hörður Í. 5 - 0 Reynir H
1-0 Patrekur Bjarni Snorrason ('10 )
2-0 Sigurður Arnar Hannesson ('23 )
3-0 Sigurður Arnar Hannesson ('29 )
4-0 Gautur Óli Gíslason ('32 )
5-0 Gautur Óli Gíslason ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner