„Það er súrt að tapa hérna en þetta spilaðist þannig að mér fannst við vera sterkari aðilinn, við fáum mark í andlitið í lok fyrri hálfleiks og svo rauða spjaldið í seinni hálfleik sem slær okkur aðeins út af laginu. Skagamenn ganga á lagið og klára þetta. Ég óska þeim til hamingju með það," sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis eftir 3-1 tap gegn ÍA á Skaganum í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 1 Fjölnir
Mario Tadajevic fékk að líta rauða spjaldið á 58 mínútu fyrir ljóta tæklingu.
„Við áttum horn og þeir bruna í sókn, hann var kominn einn innfyrir og minn maður fellir hann. Þetta var klárlega rautt spjald held ég," sagði Ágúst um dóminn.
„Þegar við erum orðnir manni færri og skagamenn þurfa að koma ofar á völlinn eftir að hafa legið til baka þá fengum við nokkur góð færi til að skora. Það hefði breytt leiknum en gerði það ekki og skagamenn kláruðu þetta vel."
Athugasemdir