Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 19. júní 2017 22:20
Benjamín Þórðarson
Gústi Gylfa: Klárlega rautt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er súrt að tapa hérna en þetta spilaðist þannig að mér fannst við vera sterkari aðilinn, við fáum mark í andlitið í lok fyrri hálfleiks og svo rauða spjaldið í seinni hálfleik sem slær okkur aðeins út af laginu. Skagamenn ganga á lagið og klára þetta. Ég óska þeim til hamingju með það," sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis eftir 3-1 tap gegn ÍA á Skaganum í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Fjölnir

Mario Tadajevic fékk að líta rauða spjaldið á 58 mínútu fyrir ljóta tæklingu.

„Við áttum horn og þeir bruna í sókn, hann var kominn einn innfyrir og minn maður fellir hann. Þetta var klárlega rautt spjald held ég," sagði Ágúst um dóminn.

„Þegar við erum orðnir manni færri og skagamenn þurfa að koma ofar á völlinn eftir að hafa legið til baka þá fengum við nokkur góð færi til að skora. Það hefði breytt leiknum en gerði það ekki og skagamenn kláruðu þetta vel."

Athugasemdir
banner
banner