Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 15:09
Brynjar Ingi Erluson
EM: Óvænt úrslit í Búdapest
Attila Fiola missti sig í fagnaðarlátunum
Attila Fiola missti sig í fagnaðarlátunum
Mynd: EPA
Ungverjaland 1 - 1 Frakkland
1-0 Attila Fiola ('45 )
1-1 Antoine Griezmann ('66 )

Ungverjar náðu í óvænt stig í Búdapest er liðið gerði 1-1 jafntefli við heimsmeistara Frakklands í F-riðli Evrópumótsins í dag. Þetta gefur Ungverjum von fyrir lokaleikinn gegn Þýskalandi.

Frakkar voru með mikla yfirburði eins og við var að búast en strax á 14. mínútu skapaði Kylian Mbappe færi fyrir Karim Benzema en Peter Gulacsi varði frá honum. Boltinn barst þaðan til Antoine Griezmann sem skaut beint á Gulacsi úr ákjósanlegu færi en það hefði ekki skipt miklu þar sem Griezmann var rangstæður.

Mbappe átti skalla framhjá markinu stuttu síðar eftir góða fyrirgjöf frá Lucas Digne.

Benzema klúðraði dauðafæri eftir hálftímaleik en aftur var það Mbappe sem var að skapa hættuna. Hann fékk boltann hægra megin í teignum, lagði hann út á Benzema sem þurfti bara að hitta á markið en hann hitti boltann illa.

Það var því algerlega gegn gangi leiksins er Attili Fiola kom Ungverjum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Benjamin Pavard reyndi að hreinsa úr vörninni en boltinn fór beint á Roland Sallai, sem sendi inn fyrir á Fiola og kláraði hann snyrtilega í vinstra hornið.

Gríðarleg fagnaðarlæti í Búdapest fyrir framan 67 þúsund áhorfendur. Frakkar komu ákveðnir inn í síðari hálfleikinn en það var ekki fyrr en Ousmane Dembele var skipt inná á 58. mínútu sem hlutirnir fóru að gerast.

Hann átti skot í stöng aðeins mínútu síðar og á 66. mínútu tókst svo Antoine Griezmann að jafna metin. Mbappe var arkitektinn á bakvið markið. Hann var með boltann hægra megin í teignum, tók gabbhreyfingu til hægri og kom boltanum fyrir markið. Boltinn fór af varnarmanni og fyrir lappirnar á Griezmann sem skoraði.

Þremur mínútum síðar ætlaði Griezmann að launa greiðan er Frakkar fengu aukaspyrnu. Hann kom boltanum á Mbappe sem lét vaða en boltinn í hliðarnetið. Mbappe fékk annað tækifæri til að koma Frökkum yfir á 82. mínútu en Gulacsi sá við honum í markinu.

Undir lok leiksins gat Raphael Varane jafnaði metin eftir fyrirgjöf Digne en skalli hans fór rétt framhjá og um leið flautaði dómarinn til loka síðari hálfleiks.

Lokatölur 1-1 og Ungverjar fara sáttir af velli með stig gegn heimsmeisturunum. Frakkar eru með 4 stig í efsta sæti á meðan Ungverjar eru í þriðja sæti með 1 stig fyrir lokaumferðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner