Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 19. júní 2023 12:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Laxdal á leið í Val (Staðfest) - Ekki að ræða við Rúnar Má
Marki fagnað.
Marki fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Laxdal Unnarsson er búinn að skrifa undir samning við Val. Þetta staðfesti formaður Vals, Börkur Edvardsson, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Gísli mun að öllu óbreyttu ganga í raðir félagsins að tímabili loknu. Hann er að renna út á samningi hjá ÍA og gat Valur rætt við hann og boðið honum samning. Þungavigtin greindi frá því í gær að Gísli væri búinn að skrifa undir og nú hefur Valur staðfest tíðindin.

„Við skoðum það bara þegar þar að kemur," sagði Börkur um möguleikann á því að Valur reyni að fá Gísla strax í glugganum sem opnar 18. júlí.

Gísli er sóknarsinnaður leikmaður, 22 ára gamall, sem spilar oftast á vinstri kantinum. Hann er lykilmaður í liði ÍA, lék alla leiki liðsins á síðasta tímabili og hafði þangað til á föstudag byrjað alla leiki liðsins í Lengjudeildinni. Hann á að baki einn U21 landsleik og hefur skorað 11 mörk í 66 leikjum í efstu deild á ferlinum.

Einnig var fjallað um áhuga Vals á því að fá Rúnar Má Sigurjónsson í sínar raðir en Börkur segir Val ekki í viðræðum við Rúnar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa ÍA, Víkingur og erlend félög áhuga á því að fá Rúnar í sínar raðir.
Athugasemdir
banner