Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   mið 19. júní 2024 23:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Lengjudeildin
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Þetta var stórt. Við tökum bara einn leik í einu. Þetta eru þrjú stig sem taka okkur á toppinn á töflunni." Sagði Kenneth Hogg fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Að mínu mati áttum við skilið sigurinn. Við vorum mun betri með boltann og fengum fullt af færum en maður veit aldrei þegar það er rautt spjald og svo skora þeir undir restina og þá verður þetta mun erfiðara fyrir síðustu mínúturnar. Á Íslandi eru síðustu fimm mínúturnar í leikjum alltaf klikkaðar en mér fannst við eiga sigurinn skilið."

Þrátt fyrir að Grótta hafi skorað seint í leiknum mátti ekki sjá á Njarðvíkingum að þeir færu í eitthvað panic. 

„Nei við höfum vaxið mikið sem lið síðan á síðasta tímabili. Við erum mun öruggari á boltanum og án bolta. Við getum spilað mismunandi týpur af fótbolta. Ég held að reynslan sé bara meiri hjá strákunum og liðið er líka bara reynslumikið og strákarnir vita hvað þeir eiga að gera."

Kenneth Hogg skráði sig í sögubækur Njarðvíkur í kvöld en hann varð markahæsti leikmaðurinn í sögu félagasins þegar hann skoraði sitt 75.mark fyrir félagið.

„Ég er auðvitað mjög stoltur. Ég er stoltur af því að spila fyrir Njarðvík. Ég hef verið hér í átta ár núna á Íslandi og eytt sjö þeirra í Njarðvík. Félagið er eins og mitt heimili og þegar ég flutti fyrst hingað þá var ég bara einn svo þeir hafa hugsað um mig allan tímann svo ég er mjög stoltur og stoltur að gera þetta fyrir félagið. Þetta er stór áfangi fyrir mig auðvtiað og ég vona að ég geti bætt fleirri mörkum við fyrir lok tímabils. Ég framlengdi samningnum mínum um tvö ár svo ég verð hérna í nokkur ár í viðbót. Á meðan ég er hraustur og klár þá mun ég alltaf gera mitt besta fyrir félagið."  


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner