Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 19. júní 2024 23:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Lengjudeildin
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Þetta var stórt. Við tökum bara einn leik í einu. Þetta eru þrjú stig sem taka okkur á toppinn á töflunni." Sagði Kenneth Hogg fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Að mínu mati áttum við skilið sigurinn. Við vorum mun betri með boltann og fengum fullt af færum en maður veit aldrei þegar það er rautt spjald og svo skora þeir undir restina og þá verður þetta mun erfiðara fyrir síðustu mínúturnar. Á Íslandi eru síðustu fimm mínúturnar í leikjum alltaf klikkaðar en mér fannst við eiga sigurinn skilið."

Þrátt fyrir að Grótta hafi skorað seint í leiknum mátti ekki sjá á Njarðvíkingum að þeir færu í eitthvað panic. 

„Nei við höfum vaxið mikið sem lið síðan á síðasta tímabili. Við erum mun öruggari á boltanum og án bolta. Við getum spilað mismunandi týpur af fótbolta. Ég held að reynslan sé bara meiri hjá strákunum og liðið er líka bara reynslumikið og strákarnir vita hvað þeir eiga að gera."

Kenneth Hogg skráði sig í sögubækur Njarðvíkur í kvöld en hann varð markahæsti leikmaðurinn í sögu félagasins þegar hann skoraði sitt 75.mark fyrir félagið.

„Ég er auðvitað mjög stoltur. Ég er stoltur af því að spila fyrir Njarðvík. Ég hef verið hér í átta ár núna á Íslandi og eytt sjö þeirra í Njarðvík. Félagið er eins og mitt heimili og þegar ég flutti fyrst hingað þá var ég bara einn svo þeir hafa hugsað um mig allan tímann svo ég er mjög stoltur og stoltur að gera þetta fyrir félagið. Þetta er stór áfangi fyrir mig auðvtiað og ég vona að ég geti bætt fleirri mörkum við fyrir lok tímabils. Ég framlengdi samningnum mínum um tvö ár svo ég verð hérna í nokkur ár í viðbót. Á meðan ég er hraustur og klár þá mun ég alltaf gera mitt besta fyrir félagið."  


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner