Eftir leik Fylkis og Vestra í gær sakaði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, leikmenn Fylkis um kynþáttaníð í garð leikmanna Vestra.
„Það eru hlutir sem gerast hérna í dag fyrir utan fótboltann sem sitja í manni. Ummæli frá leikmönnum Fylkis, rasísk ummæli í garð minna leikmanna, sem ég er ekki sáttur með," sagði Davíð Smári m.a. í viðtali við Stöð2Sport/Vísi.
„Það eru hlutir sem gerast hérna í dag fyrir utan fótboltann sem sitja í manni. Ummæli frá leikmönnum Fylkis, rasísk ummæli í garð minna leikmanna, sem ég er ekki sáttur með," sagði Davíð Smári m.a. í viðtali við Stöð2Sport/Vísi.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 2 Vestri
Fótbolti.net ræddi við stjórnarmann Fylkis í dag. Hann sagði stjórnina meðvitaða um stöðuna, þetta væri mjög alvarlegt og von væri á viðbrögðum. Það væri verið að vanda til verka.
Athugasemdir