Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fös 19. júlí 2024 12:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam framlengir við Val og fer á láni til Ítalíu (Staðfest)
Ítalska félagið með forkaupsrétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tillkynnti í dag að Adam Ægir Pálsson hefðu náð samkomulagi um framlengingu á samningi hans við félagið. Á sama tíma var tilkynnt að Adam færi á láni til Perugia á Ítalíu og verður Perugia með forkaupsrétt á leikmanninum.

Eins og Fótbolti.net greindi frá í gær þá er Adam þegar mættur til Ítalíu og byrjaður að æfa með Perugia. Ítalska liðið er að undirbúa sig fyrir tímabil í ítölsku C-deildinni.

Tilkynning Vals
Valur og Adam hafa framlengt samning sinn til loka árs 2026. Adam kom til félagsins fyrir síðasta tímabil og hefur staðið sig vel. Því var ákveðið að framlengja samninginn en jafnframt hefur náðst samkomulag við Perugia á Ítalíu um að Adam fari þangað á lán með kauprétti og gildir lánssamningurinn út tímabilið.

„Adam er frábær leikmaður og mikilvægur í okkar hópi. Það er því fagnaðarefni að hann hafi framlengt samning sinn en á sama tíma ánægjulegt að geta aðstoðað hann við að láta draum sinn um að spila erlendis rætast. Adam á eftir að standa sig vel á Ítalíu og vonandi sjáum við hann aftur í Val sem enn betri leikmaður,“ segir Björn Steinar Jónsson varaformaður knattspyrnudeildar Vals.

Það er því ljóst að Adam mun ekki leika meira með Val á þessu tímabili en hann er nú þegar mættur til æfinga á Ítalíu.

„Valur er frábært félag og ég hef bæði notið mín og lært mikið frá því ég kom til félagsins. Ég er afar þakklátur Val fyrir að aðstoða mig við að komast til Ítalíu en það er auðvitað draumur allra að prófa sig erlendis. Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun og óska liðsfélögum mínum og öllum Völsurum alls hins besta í komandi baráttu,“ segir Adam Ægir Pálsson.
Athugasemdir
banner
banner